Flestir starfsmenn Iðntré byrjuðu sinn feril hjá Ingvar & Gylfi sem stofnað var 1957. Það fyrirtæki byrjaði í bílskúr í hlíðunum en flutti sig fljótlega á Grensásveg. Á grunni þess félags var Iðntré stofnað árið 2002. Iðntré hefur starfað alla tíð undir góðum orðstír og fjöldi fyrirtækja og stofnana eru í föstum viðskiptum við Iðntré.